Fréttir

11.7.2019

Basalt og Design Group Italia hljóta Red Dot verðlaunin fyrir The Retreat í Bláa Lóninu



Hér eru fulltrúar Basalt og Design Group Italia á verðlaunaafhendingunni.
Frá vinstri- Marcos Zotes, Carol Tayar, Hrólfur Cela, Perla Dís Kristinsdóttir, Daria Svirid, Sigríður Sigþórsdóttir, Sigurður Þorsteinsson og Carlo Casagrande.

Basalt og Design Group Italia hlutu í vikunni Best of the best í Red Dot hönnunarverðlaununum fyrir hönnun sína á The Retreat  í Bláa lóninu.

Í hverjum flokki eru nokkur verkefni sem fá Red Dot verðlaunin en yfirleitt einungis eitt verkefni úr hverjum flokki fær verðlaunin Best of the Best. Í ár voru alls 1.5% af innsendum verkefnum sem fengu Best of the best viðurkenninguna. Hér er hægt að lesa nánar um verðlaunin. 

Hópurinn var að sjálfsögðu mættur á verðlaunaafhendinguna til að veita viðurkenningunni viðtöku.

The Retreat í Bláa Lóninu opnaði í fyrra en um að er ræða 62 herbergja hótel, spa og veitingastaði.

Hér er hægt að lesa umsögn dómnefndar og umfjöllun um The Retreat.



















Yfirlit



eldri fréttir