Teikningar: Rán Flygering
Háskóli Íslands í samstarfi við Hönnunarmiðstöð stendur fyrir málstofu
þar sem rýnt verður í
hönnunarhugsun og hvernig þessari aðferð hefur
verið beitt innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu
Útgáfuboð og málstofa í tilefni af útkomu 1. tbl. 16. árg.
Tímarits um viðskipti og efnahagsmál verður haldið f
östudaginn 21. júní,kl. 12.00-13.00, í stofu 101 á Háskólatorgi (Ingjaldsstofa), í Háskóla Íslands.
Útgáfuboðið er unnið í samstarfi við Hönnunarmiðstöð, og mun rýna í
hönnunarhugsun og hvernig þessari aðferð hefur verið beitt innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu.
Hönnunarhugsun er aðferðafræði sem hefur að undanförnu verið að ryðja sér til rúms innan þróunarverkefna á Íslandi.
Fyrirlesarar rekja sögu hennar og hvaða hlutverki hún gæti þjónað í framtíðar stefnumótun og viðskiptaháttum.
Fyrirspurnir og umræður verða að erindum loknum, og svo boðið upp á léttar veitingar.
Allir velkomnir!
Dagskrá fyrir málstofuna:
12.00 –
Gylfi Zoega, formaður ritstjórnar TVE, býður gesti velkomna
12.05 –
Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir og Magnús Þór Torfason, höfundar greinarinnar Þróun hönnunarhugsunar og beiting hennar innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu
12.15 –
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Þjónustu- og þróunardeildar, Borgarbókasafni
12.23 –
Karl Guðmundsson, Forstöðumaður útflutnings, Íslandsstofu
12.30 –
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, tekur saman
12.35-13.00 – Spurningar úr sal
Hér er viðburðurinn á Facebook