Fréttir

3.6.2019

Ársfundur Hönnunarmiðstöðvar og útgáfu HA 09 fagnað 6 júní næstkomandi




Ársfundur Hönnunarmiðstöðvar fer fram þann 6.júní næstkomandi á Tryggvagötu 25 við Hafnartorg kl. 17. Það er við hæfi að ársfundur Hönnunarmiðstöðvar fari fram á glænýju svæði sem er nú risið í miðbæ Reykjavíkur þar sem íslenskur arkitektúr er í lykilhlutverki.
 
Á ársfundinum verður farið yfir starfssemi miðstöðvarinnar auk þess sem rýnt verður í framtíðina og hvernig hægt se að takast á við áskoranir sem blasa við í heiminum með hönnun í farabroddi.
Kynnir fundarins er Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur auk þess munu tala  vöruhönnuðurinn Hrefna Sigurðardóttir frá Studíó Fléttu, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstövar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
 
Þá mun fara fram úthlutun úr Hönnunarsjóði.
 
Hér má finna viðburðinn á Facebook.

Beint í kjölfarið verður útgáfu níunda tölublaðs tímaritsins HA fagnað - en sá útgáfufagnaður hefst kl. 18.30 á sama stað. 



Í 9. tölublaði HA er skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, arkitektarnir Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina.
 
Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt.

Allt þetta og margt margt fleira í 9. tölublaði HA sem hefur nú tekið útlitsbreytingum í höndum hönnunarteymisins Studio Studio!

Hér má finna viðburðinn fyrir útgáfugleði HA á Facebook.


Sjáumst!
















Yfirlit



eldri fréttir