Opnað verður fyrir umsóknir til ferðastyrkja í Hönnunarsjóð í dag, 7 maí.
Ferðastyrkjum er ætlað að auka möguleika hönnuða og arkitekta á því að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum eða viðskiptastefnumótum.
Hægt er að sækja um ferðastyrk fyrir einn einstakling eða fleiri til sömu ferðar. Veittir verða allt að 15 ferðastyrkir í hverri úthlutun að upphæð 100 þúsund hver.
Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast á vefsíðu sjóðsins
hér.
Nánari upplýsingar má finna á vef sjóðsins
hér en ef þig vantar aðstoð með umsóknina eða ert með spurningar sendu endilega póst á
sjodur@honnunarmidstod.is