Fréttir

3.5.2019

„Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur“



Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Alda Hlín Karlsdóttir hjá Skaganum 3X, Birna Ósk Einarsdóttir hjá Icelandair, Bjarney Harðardóttir frá 66°Norður, og Sara Lind Þrúðardóttir frá Icelandic sátu í panelumræðum sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri hjá Íslandsbanka stýrði. 



Ársfundur Íslandsstofu fór fram þann 29 apríl síðastliðinn en þar var örmálstofa um ímynd Íslands og þátt hennar í markaðsstarfi fyrir útflutning.

Fimm konur út atvinnulífinu sátu í panel en málstofan bar yfirskriftina „Vegsemd og vandi þess að vera Íslendingur“. Þær Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Alda Hlín Karlsdóttir hjá Skaganum 3X, Birna Ósk Einarsdóttir hjá Icelandair, Bjarney Harðardóttir frá 66°Norður, og Sara Lind Þrúðardóttir frá Icelandic sátu í panelumræðum sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri hjá Íslandsbanka stýrði. 



Skiptust frummælendur á skoðunum um hvernig nýta megi ímynd Íslands í markaðssetningu á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu.

Meðal þess sem fram kom var að gæta þarf samræmis í markaðssetningu á erlendri grund og hafa skilaboðin skýr. Framsögumenn voru sammála um mikilvægi þess að gera uppruna íslenskra matvæla og annarra vara hátt undir höfði. Þá væri nauðsynlegt að hampa sérstæðu Íslands og gæðum, fremur en einblína um of á magnsölu.
 
Hér er hægt að fræðast frekar um ársfundinn.

Myndir frá viðburðinum:







Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarsson ávarpaði fundinn.
















Yfirlit



eldri fréttir