Fréttir

30.4.2019

Framtíðin þemað í þriðja tölublaði Blætis



Tímaritið Blæti kemur út í kvöld, þriðjudaginn 30.apríl, í þriðja sinn. Ritstjórar eru Saga Sig og Erna Bergmann en hönnunarteymið StudioStudio, Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir ásamt Chis Petter Spilde, sáu um að hanna nýtt útlit tímaritsins. 

Undirliggjandi þemað þriðja tölublaðsins er framtíðin og er tímaritið 400 blaðsíður af tísku, hönnun og listum. Þar er meðal annars að finna viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur, umfjöllun um 20 ára sögu og feril íslenska fatamerkisins Aftur, umfjöllun um arkitektúr í Hafnarfirði frá Magneu Guðmundsdóttur og margt margt fleira sem sameinar tísku, hönnun og listir. 

Þetta þriðja tölublað er með sama sniði og fyrri tvö þar sem mikil áhersla er lögð á fagurfræðileg gildi ritsins sem brúar bil milli listgreina með umhverfisvitund að leiðarljósi. 

Útgáfuhófið fer fram í Marshall húsinu í kvöld klukkan 20 en hér má finna viðburðinn á Facebook.


















Yfirlit



eldri fréttir