Fréttir

24.4.2019

Matarboð í Hönnunarsafninu innblásið af Róm




Ítalskt matarboð innblásið af Róm í tengslum við sýninguna Borgarlandslag verður í Hönnunarsafni Íslands, núna föstudaginn 26. apríl klukkan 19:00 - 22:00.

Heiðursgestur er Paolo Gianfrancesco, arkitekt og höfundur Borgarlandslags.
Veitingar eru í höndunum á Carlos Horacio Gimenez, yfirkokkur veitingastaðarins Apótek. og veislustjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, einn sýningarstjóra sýningarinnar.

Hámarksfjöldi er 24 og aðgangseyrir 8.900 kr. Miða fyrir matarboðið er hægt að nálgast á midi.is  og vinsamlega kynnið ykkur áfastan seðil, ekki er boðið upp á aðrar veitingar.
Sögur af Róm og Reykjavík verða bornar fram á milli rétta og gestum boðið að flögra um sýninguna.

Hér er viðburðinn á Facebook.

RÓM í REYKJAVÍK

Fordrykkur:
Ítalsk-íslenska ginið Himbrimi bregður sér í aperitivo búning.

Saga Borgarlandslags: Leiðsögn um sýninguna með áherslu á Róm.

Íslenskt hráefni öðlast ítalskt líf í höndum Carlos Horacio Gimenez:
Antipasto:

Supplì al telefono con coda alla vaccinara
 Tartara di merluzzo con capperi, arancia e origano fresco
 Tuorlo con carciofi, spuma di pecorino e tartufo nero

Djúpsteiktar hrísgrjónabollur í tómatsósu, fylltar með mozzarella og uxahala
Þorsktartar með kapers, appelsínu og fersku óreganó
Ætiþistill alla Romana með eggjarauðu og Pecorino Romano froðu

Primo:

Paccheri rigati alla grici
Pasta alla gricia
Secondo:
Agnello con broccoli ripassati, vinaigrette di limone e pinoli tostati

Lamb með brokkolí, sítrónu vinaigrette og ristuðum furuhnetum
Dolce:
Ricotta morbida, sorbetto agli agrumi e pasticcino al pistacchio

Ricotta krem, blóðappelsínusorbet og pistasíu makkarónur

















Yfirlit



eldri fréttir