Fréttir

12.4.2019

Vinnustofa um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í nýsköpun




Vinnustofa um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu verður haldin þann 24. apríl næstkomandi.

Uppbyggingarsjóður EES veitir styrki til samstarfsverkefna og verður lögð áhersla á áætlanir í Grikklandi, Portúgal og Rúmeníu á vinnustofunni.

Fulltrúi frá Innovation Norway kynnir áætlanir ásamt Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Matís, Rannís og Íslandsstofu. Jafnframt verður kynnt tengslaráðstefna sem haldin verður í maí um áætlanir sjóðsins í bláa hagkerfinu og mögulega ferðastyrki fyrir íslenska aðila.

Fundurinn er skipulagður af utanríkisráðuneytinu í samstarfi við Matís, Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram í Íslandsstofu, Sundagörðum 2 þann 24. apríl milli kl. 8.30 - 11.30.

Hér er hægt að lesa um viðburðinn á Facebook.



















Yfirlit



eldri fréttir