Hönnunarsafn Íslands stendur fyrir fyrirlestri um ævi og störf
Sveins Kjarval í tilefni af því að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu hans í dag, miðvikudaginn 20. mars. Dr. Arndís S. Árnadóttir mun flytja fyrirlesturinn
fer fram í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56 kl. 20 en Sveinn hannaði meðal annars kirkjubekkina í þessa fallegu kirkju.
Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var sannkallaður frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi. Hann hannaði innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókasafnið á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð svo eitthvað sé nefnt auk fjölda vandaðra húsgagna sem enn í dag eru eftirsótt.
Hönnunarsafn Íslands á um fimmtíu muni eftir Svein og mun standa fyrir sýningu á ævistarfi hans seinna á árinu.
Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir í dag, miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 og er í boði
Hönnunarsafns Íslands.
Hér má finna viðburðinn á Facebook.