Fréttir

1.3.2019

Leiðsögn um sýninguna Safnið á röngunni með Einari Þorsteini



Einar Þorsteinn

Guðmundur Oddur Magnússon sér um LEIÐSÖGN og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 2. mars kl. 13. Goddur tók fjölda viðtala við Einar á meðan hann var á lífi og fáir sem þekkja líf hans og störf betur.

Sýningin er skráningarverkefni sem staðið hefur yfir í Hönnunarsafninu undanfarna mánuði en henni lýkur nú 3. mars nk.

Einar Þorsteinn var brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum og sérfræðingur í margflötungum. Hann var á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir um sjálfbærni, samanber kúluhúsin sem hann hannaði og voru reist um 1980. Einari er best lýst sem sannkölluðum endurreisnarmanni. Hann starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tónlistarhússins Hörpu.

Aðgangseyrir í safnið gildir.

Hér má finna viðburðinn á Facebook.

















Yfirlit



eldri fréttir