Merki
English
Forsíða
Fréttir
Sýningar
Fyrirlestraröð í Hafnarhúsi
Fyrirlestrar
Greinar um íslenska hönnun
Samkeppnir
Íslensk hönnun
Hönnunarmiðstöð
HönnunarMars
Okkar verkefni
Fyrir hönnuði
Útgefið efni
Fréttir
1.3.2019
Studio Studio hanna nýtt einkenni fyrir HönnunarMars
Arnar og Birna hjá Studio Studio
mynd: Rafael Pinho
fyrir
HA
Í
dag er frumsýnt glænýtt einkenni fyrir
HönnunarMars
hátíðina hannað af Birnu Geirfinnsdóttur og Arnari Frey Guðmundssyni hjá
Studio Studio
. Í lok síðasta árs leitaði Hönnunarmiðstöð til nokkurra öfluga hönnuða og hönnunarteyma um hönnun og þróun á nýju einkenni og kynningarefni fyrir hátíðina. Studio Studio varð fyrir valinu og hófu þau að vinna að nýju einkenni í upphafi árs.
„Markmið verkefnisins var að byggja ofan á núverandi útlit HönnunarMars til að endurspegla þróun milli ára, framsækni og sérstöðu HönnunarMars sem og að skapa ásýnd sem er eftirtektarverð í alþjóða hönnunarsamfélaginu,“
segja Arnar og Birna um verkefnið. Lögð var sérstök áhersla á að unnið yrði með íslenskt letur en allt letur sem notað er er hannað af
Universal Thirst
, íslenskt leturfyrirtæki.
Studio Studio
er hönnunarstúdíó í eigu Arnars og Birnu og hafa þau hannað bækur, bæklinga, blöð, auglýsingar og margt fleira. Þau eru menntaðir grafískir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands þar sem þau stunda einnig bæði kennslu. Birna er einnig með MA gráðu í bókahönnun frá háskólanum í Reading og er fagstjóri grafískrar hönnunar hjá Listaháskóla Íslands.
HönnunarMars er lifandi og síbreytileg hátíð hönnunar og arkitektúrs
. Einkenni og ásýnd hátíðarinnar hefur verið í stöðugri þróun frá upphafi enda mikilvægt að skapa henni skýra og góða umgjörð. Hátíðin fagnaði 10 ára afmæli á síðasta ári og því kjörið að fylgja henni inn í nýtt þroskaskeið með nýju einkenni.
Þess má geta að Studio Studio sjá einnig um að setja upp sérstaka útgáfu
HA tímaritsins
um HönnunarMars sem kemur út fyrir hátíðina og verður dreift á höfuðborgarsvæðinu. Þar má lesa nánar um þeirra hugmyndir varðandi einkennið og umfjöllun um glæsilega hátíð sem er í vændum.
Fylgist með HönnunarMars á Instagram
hér
og á Facebook
hér
til að fá nýjustu fréttir frá hátíðinni.
Yfirlit
Óskað eftir hönnunarteymi - merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum
15. júní 2020
meira
Óskað eftir hönnunarteymi - merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum
Fatahönnuðurinn Bára Hólmgeirsdóttir Eldhugi ársins hjá Reykjavíkurborg
10. júní 2020
meira
Fatahönnuðurinn Bára Hólmgeirsdóttir Eldhugi ársins hjá Reykjavíkurborg
Sjálfbær byggingariðnaður, íslensk framleiðsla, handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun í íþróttum meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs.
04. júní 2020
meira
Sjálfbær byggingariðnaður, íslensk framleiðsla, handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun í íþróttum meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs.
HönnunarMars 2020 fer fram í júní!
27. maí 2020
meira
HönnunarMars 2020 fer fram í júní!
Sumarnámskeið Endurmenntunar - markaðssetning á netinu, verkefnastjórnun og hlaðvarpsgerð
25. maí 2020
meira
Sumarnámskeið Endurmenntunar - markaðssetning á netinu, verkefnastjórnun og hlaðvarpsgerð
Óskað eftir innsendingum í Huawei, alþjóðlega hönnunarsamkeppni
22. maí 2020
meira
Óskað eftir innsendingum í Huawei, alþjóðlega hönnunarsamkeppni
Hack the crisis Iceland - 22.-25. maí
20. maí 2020
meira
Hack the crisis Iceland - 22.-25. maí
Met slegið í umsóknafjölda í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs
19. maí 2020
meira
Met slegið í umsóknafjölda í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs
Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN
19. maí 2020
meira
Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN
Erum við saman í sókn?
15. maí 2020
meira
Erum við saman í sókn?
eldri fréttir
Hönnunarmiðstöð Íslands | s:
771 2200
| Aðalstræti 2 | Pósthólf 590, 101 Rvk. |
i
nfo@honnunarmidstod.is