Fréttir

26.2.2019

Fyrsta úthlutun Hönnunarsjóðs 2019 - 14 verkefni fengu ferðastyrk



Living objects fyrir Fólk fékk ferðastyrk til Stokkhólms.

Fyrsta úthlutunin Hönnunarsjóðs á árinu 2019 er 26. febrúar. Alls verða úthlutað fjóru sinnum á árinu en sjóðurinn hefur um 50. millj til úthlutunar.  Næsta úthlutun verður 16. maí en búið er að opna fyrir umsóknir.  Nánar um dagsetningar og reglur sjóðsins má finna hér.

Að þessu sinni úthlutar Hönnunarsjóður 1.4 milljónum króna í ferðastyrki til 14 verkefna en alls bárust 29 umsóknir.
Margar góða umsóknir vegna áhugaverðra verkefna bárust en eftirfarandi aðilar fengu hver um sig 100.000.kr.

Arts Libris Barcelona - Sveinn Steinar Benediktsson

Horsehair Project sýnt á Venis Design Feneyjar/ Ítalía - Valdís Steinarsdóttir

Sölusýning á Tískuvikunni í París - Magni Þorsteinsson

Bíllaus miðbær í Ósló heimsóttur -  Magnús Albert Jensson

INNOVATIVE COSTUME of the 21st CENTURY: THE NEXT GENERATION - Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir

Heilandi garðar - Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

Now Nordic 02 - Hanna Dís Whitehead

Kynning á Living Objects fyrir FÓLK á Stockholm Furniture Fair - Ólína Elísabet Garðarsdóttir

Non-Flowers at Victoria & Albert Museum London - Thomas Pausz

Banana Story, London - Björn Steinar Jóhannesson

MuseumNext ráðstefna og tengslamyndun í London- Phoebe Jenkins

Egaleo vol 2 / Aþena - Halla Hákonardóttir

Made in City – POP-UP í Denver Colorado USA - Ihanna Home

Made in City – POP-UP í Denver Colorado USA - fid

 
Ný stjórn tók til starfa á dögunum en hún er skipuð til þriggja ára:  Birna Bragadóttir formaður, skipaður án tilnefningar, Stefán Snær Grétarsson varaformaður, Rúna Thors, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Þráinn Hauksson.




Hanna Dís Whitehead fékk styrk til að fara á Now Nordic 02.
















Yfirlit



eldri fréttir