Fréttir

22.2.2019

Sex hópar valdir til þátttöku í hugmyndasamkeppni



Hér má sjá Höllu Helgadóttur, Bjarna Bjarnason, Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur, Guðbrand Benediktsson, Hauki Má Hauksson, Heiðu Aðalsteinsdóttur og Brynhildi Davíðsdóttur við undirskrift.

Sex öflugir hópar völdust til þátttöku í hugmyndasamkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur gengst fyrir í samstarfi við Hönnunarmiðstöð um tækni- og sögusýningu í Elliðaárdal. Markmið samkeppninnar eru meðal annars að gera mannvirki OR í Elliðaárdal aðgengilegri almenningi og að varpa ljósi á þátt veitnanna í þróun borgarsamfélagsins.

Þátttakendur voru hvattir þverfaglegrar nálgunar hönnuða, landslagsarkitekta, arkitekta og samstarfs þeirra við aðra fræði- og faghópa. Nú hafa hóparnir sex frest til 2. maí að skila hugmyndum sínum um það hvernig nýta megi Rafstöðina í Elliðaárdal og annan húsakost Orkuveitu Reykjavíkur í grennd við hana til að þjóna markmiðum fyrirhugaðrar sögu- og tæknisýningar.
Hóparnir sem taka þátt

Fimmtán umsóknir um þátttöku bárust. Valnefnd var uppálagt að velja þar úr fjórar til sex samkvæmt auglýstum viðmiðum. Hér má sjá hvaða hópar fólks og fyrirtækja urðu fyrir valinu, í handahófskenndri röð:

·         Yrki arkitektar og Hugmynd ehf.
·         Brynhildur Pálsdóttir, Ármann Agnarsson, Kristín María Sigþórsdóttir, Eva Huld Friðriksdóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Snæbjörn Guðmundsson og Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir
·         Basalt, Gagarín og Landslag

·         Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir (Arkibúllan), Snæfríð Þorsteins, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Dagný Bjarnadóttir (DLD) og Arnar Helgi Hlynsson (Tjarnargatan)
·         Jónsson & Le'macks auglýsingastofa, Mannvit verkfræðistofa, Rúnar Þór Þórarinsson, Stefán Pálsson og Teiknistofan Tröð.
·         KRADS arkitektar, Kolofon hönnunarstofa, Úrbanistan arkitektúr og menningarfræði, Auður Sveinsdóttir, Greipur Gíslason og Ævar Þór Benediktsson.



Allar nánari upplýsingar um samkeppnina, markmið hennar og reglur, er að finna hér og á vef Orkuveitu Reykjavíkur hér.
















Yfirlit



eldri fréttir