Urban Nomad vegghillurnar eftir
Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð frá
Fólk Reykjavík voru í verðlaun fyrir handhafa Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.
Nýsköpunarverðlaunin vorum afhent þann 6 febrúar síðastliðinn á Bessastöðum en þar voru þau Eysteinn Gunnlaugsson, meistaranemi í tölvunarfræði við Kungliga Tekniska högskolan í Svíþjóð, Hanna Ragnarsdóttir, nemi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, Heiðar Már Þráinsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Róbert Ingi Huldarsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands sem hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Þróun á algrími til að finna örvökur í sofandi einstaklingum með því að skoða önnur lífmerki en heilarit og sannprófun á aðferð til að greina orsakir kæfisvefns með stóru gagnasafni.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
FÓLK og Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður hófu samstarf um hönnun
Urban Nomad vegghillanna. Í upphafi samstarfsins var lagt upp með
að hanna vöru sem færi eftir viðmiðum um sjálfbærni í hönnun (e.
‘sustainable design principles’). Samfélag okkar breytist hratt og
hönnun og vöruþróun veita einstakt tækifæri til að svara
margvíslegum breytingum. URBAN NOMAD vegghillur og fylgihlutir eru
ekki síst hannaðar með þarfir nýrra kynslóða í huga, menntað ungt
fólk býr í stórborgum, á færri fermetrum en áður og flytja oftar
innan borga eða milli landa og er umhugað um umhverfismál. Markmiðið
með Urban Nomad vörunum er að skapa vörur sem eru umhverfis- og
samfélagsvænar og henta þeim hópi fólks sem færir sig oft úr stað.
„FÓLK er nýtt hönnunarfyrirtæki sem starfar á mörkum hönnunar og
sjálfbærni. Markmið FÓLKs er að þróa vörur sem ýta undir sjálfbærari
lífstíl í samtali og samstarfi við hönnuði. Með hönnun má þróa
lausnir sem stuðla að betri og lífvænlegri heimsmynd á margan hátt og
mikilvægt er að samtalið vari frá upphafi lífsferils vörunnar
til enda. Samstarf Jóns Helga og FÓLKs er dæmi um það,“ segir í
tilkynningu.
Jón Helgi útskrifaðist sem vöruhönnuður úr Listaháskóla Íslands
2012 og með meistaragráðu í samskiptahönnun frá Malmö University
2015. Jón Helgi hefur frá útskrift unnið að fjölmörgum
hönnunartengdum verkefnum fyrir fyrirtæki eins og IKEA, Bility og
Hring eftir Hring. Hönnun hans hefur verið sýnd á sýningum í
Stokkhólmi, Berlín og París auk þess sem umfjöllun hefur birst í
tímaritum á borð við Wired, Frame og Elle Decor. Jón Helgi starfar nú
sem yfirhönnuður frumkvöðlafyrirtækisins
Genki Instruments auk
þess sem að vinna að nýrri hönnun fyrir FÓLK.
Hér er hægt að lesa meira um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um Fólk Reykjavík og Urban Nomad
hillurnar.