Fréttir

8.2.2019

Urban Nomad vegghillurnar í verðlaun fyrir handhafa Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands




Urban Nomad vegghillurnar eftir Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð frá Fólk Reykjavík voru í verðlaun fyrir handhafa Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.

Nýsköpunarverðlaunin vorum afhent þann 6 febrúar síðastliðinn á Bessastöðum en þar voru þau Eysteinn Gunn­laugs­son, meist­ara­nemi í tölv­un­ar­fræði við Kungliga Tekniska hög­skolan í Sví­þjóð, Hanna Ragn­ars­dótt­ir, nemi við tölv­un­ar­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík, Heiðar Már Þrá­ins­son, nemi á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands og Róbert Ingi Huld­ars­son, nemi á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands sem hlutu verð­launin fyrir verk­efnið Þróun á algrími til að finna örvökur í sof­andi ein­stak­lingum með því að skoða önnur líf­merki en heila­rit og sann­prófun á aðferð til að greina orsakir kæfisvefns með stóru gagna­safni.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.



FÓLK og Jón Helgi Hólm­geirs­son
vöru­hönn­uður hófu sam­starf um hönnun Urban Nomad vegg­hill­anna. Í upp­hafi sam­starfs­ins var lagt upp með að hanna vöru sem færi eftir við­miðum um sjálf­bærni í hönnun (e. ‘susta­ina­ble design princip­les’). Sam­fé­lag okkar breyt­ist hratt og hönnun og vöru­þróun veita ein­stakt tæki­færi til að svara marg­vís­legum breyt­ing­um. URBAN NOMAD vegg­hillur og fylgi­hlutir eru ekki síst hann­aðar með þarfir nýrra kyn­slóða í huga, menntað ungt fólk býr í stór­borg­um, á færri fer­metrum en áður og flytja oftar innan borga eða milli landa og er umhugað um umhverf­is­mál. Mark­miðið með Urban Nomad vör­unum er að skapa vörur sem eru umhverf­is- og sam­fé­lags­vænar og henta þeim hópi fólks sem færir sig oft úr stað.

„FÓLK er nýtt hönn­un­ar­fyr­ir­tæki sem starfar á mörkum hönn­unar og sjálf­bærni. Mark­mið FÓLKs er að þróa vörur sem ýta undir sjálf­bær­ari lífstíl í sam­tali og sam­starfi við hönn­uði. Með hönnun má þróa lausnir sem stuðla að betri og líf­væn­legri heims­mynd á margan hátt og mik­il­vægt er að sam­talið vari frá upp­hafi lífs­fer­ils vör­unnar til enda. Sam­starf Jóns Helga og FÓLKs er dæmi um það,“ segir í til­kynn­ingu.



Jón Helgi útskrif­að­ist sem vöru­hönn­uður úr Lista­há­skóla Íslands 2012 og með meistara­gráðu í sam­skipta­hönnun frá Malmö Uni­versity 2015. Jón Helgi hefur frá útskrift unnið að fjöl­mörgum hönn­un­ar­tengdum verk­efnum fyrir fyr­ir­tæki eins og IKEA, Bility og Hring eftir Hring. Hönnun hans hefur verið sýnd á sýn­ingum í Stokk­hólmi, Berlín og París auk þess sem umfjöllun hefur birst í tíma­ritum á borð við Wired, Frame og Elle Decor. Jón Helgi starfar nú sem yfir­hönn­uður frum­kvöðla­fyr­ir­tæk­isins Genki Instru­ments auk þess sem að vinna að nýrri hönnun fyrir FÓLK. 



Hér er hægt að lesa meira um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um Fólk Reykjavík og Urban Nomad hillurnar.

















Yfirlit



eldri fréttir