Fréttir

11.1.2019

Nýr kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar



Álfrún Pálsdóttir hefur verið ráðin kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Álfrún er menntuð í fjölmiðla- og kynjafræði frá Háskólanum í Osló og á að baki 12 ára reynslu í fjölmiðlum, sem blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu og nú síðast sem ritstjóri tímaritsins Glamour.

Hún mun halda utan um, móta og bera ábyrgð á kynningarmálum Hönnunarmiðstöðvar og þeim verkefnum sem miðstöðin sinnir, auk þess að veita samfélagi hönnuða og arkitekta þjónustu á sviði kynningarmála.

Álfrún hóf störf 4.janúar og bjóðum við hana velkomna til starfa!


















Yfirlit



eldri fréttir