Í ljósi stöðugra frétta af loftslagsbreytingum,
pólitísku umróti og öðrum hamförum af manna völdum er skýrara en nokkurn tímann
áður að status quo er ekki lengur valmöguleiki. Og þar sem við viljum ekki fara
niður … er þá ekki bara eina leiðin upp?
DesignTalks er einstakur viðburður sem
áhugafólk um nýjustu strauma og stefnur í hönnun og arkitektúr lætur ekki
framhjá sér fara. Fyrirlestradeginum er ætlað að veita áhrifafólki í
viðskiptum, stjórnvöldum, almenningi og hönnuðum innblástur til samstarfs og
framfara.
DesignTalks 2019 fagnar framúrskarandi
fólki sem tekur þátt í mótun betri framtíðar með verkefnum sem víkka mörk þess
mögulega.
Fyrstu fyrirlesararnir sem kynntir eru á DesignTalks
2019:
Kristian Edwards er arkitekt og
innanhússarkitekt hjá hinni margverðlaunuðu arkitektastofu Snøhetta.
Kristian hefur tekið þátt í byltingarkenndum verkefnum á sviði sjálfbærni með
rannsóknarsetri ZEB og er lykilmaður í nýjasta verkefni Snøhetta,
Svart, sem er fyrsta bygging á norðurhveli jarðar sem býr til meira rafmagn
en hún notar!
Philip Fimmano, tísku- og
lífstílssérfræðingur er náin samstarfsmaður hinnar margrómuðu Lidewij Edelkoort,
en þau stofnuðu saman Talking Textiles, sem er vettvangur um
vitundarvakningu og nýsköpun í textíl. Philip skrifar fyrir Trend
Tablet auk annarra útgáfa og fjallar einnig reglulega
um hnattræna þróun sjálfbærni og virðingu fyrir jörðinni, með sýningum víða um
heim.
Lara Lesmes og Fredrik Hellberg reka Space Popular, þverfaglega
hönnunar- og rannsóknarstofu, sem hefur hannað byggingar í Asíu og Evrópu og
tekið þátt í alþjóðlegum samkeppnum. Þau voru nýlega tilnefnd nýliðar til að
fylgjast með og nýjasta verkefni þeirra, Value in the Virtual veltir
upp spurningum um hvernig sýndarveruleiki muni breyta byggingum, í
raunveruleikanum og hinum stafræna heimi.
Viltu vera samferða?
Hægt er að tryggja sér miða á Harpa.is og á Tix.is
Dagsetning: 28.mars kl 9:00 – 16:30
Staðsetning: Harpa, Silfurberg
Frekari upplýsingar um allt sem tengist Hönnunarmars má finna hér.