Fréttir

14.11.2018

20 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði



Síðasta úthlutun hönnunarsjóðs á árinu fór fram fimmtudaginn 8. nóvember. 108 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 174 milljónir, en hægt er að sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki.

Þetta er fjórða úthlutun á árinu 2018 en sjóðurinn úthlutar 50 milljónum á ári. Að þessu sinni úthlutaði sjóðurinn 19 milljónum til 19 verkefna og 1 milljón í ferðastyrki til 9 aðila.

Athöfnin fór fram í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar Íslands Aðalstræti 2.

Hæsta styrkinn hlaut Helga Lára Halldórsdóttir fyrir verkefnið OBJECTIVE að upphæð 2.5 milljónir. Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttur - HAFSTUDIO hlutu 2 milljónir fyrir verkefnið SKÓLASTÓLL – NÆSTA KYNSLÓÐ og Magnea Guðmundsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir hlutu 1.5 milljón fyrir verkefnið INNI Í YFIRBORÐINU.




Aðrir hlutu styrki á bilinu 500 þúsund til 1 milljón:

  • Arkitektar Hjördís & Dennis ehf. fyrir verkefnið Áhrif frá Bretlandseyjum, mannvirki á Íslandi
  • Kristín Sigfríður Garðarsdóttir fyrir verkefnið DUFTKER
  • Magnús Albert Jensson fyrir verkefnið Hönnun bíllaus hverfis fyrir BFS
  • Signý Þórhallsdóttir fyrir verkefnið Morra Sveigur
  • Ýr Jóhannsdóttir fyrir verkefnið Þættir
  • Hörður Lárusson fyrir verkefnið Fáni fyrir nýja þjóð
  • Þórey Björk Halldórsdóttir og Baldur Björnsson fyrir verkefnið +Eilífð – &AM þróar upplifunar vörulínu.
  • Arnar Már Jónsson fyrir verkefnið Arnar Már Jónsson Fatalína
  • Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir fyrir verkefnið Ferill og störf Kristínar Þorkelsdóttur
  • Elísabet V. Ingvarsdóttir og Arndís S. Árnadóttir fyrir verkefnið Hönnun á Íslandi – Ágrip af sögu
  • Erna Bergamann Björnsdóttir fyrir verkefnið Swimslow
  • Harpa Einarsdóttir fyrir verkefnið MYRKA & LAVASTRACT
  • Hlín Reykdal fyrir verkefnið Crown by Hlín Reykdal, markaðssókn
  • Katrín Ólína Pétursdóttir fyrir verkefnið Aska – Rannsókn, aðferðir til framleiðslu Duftkerja úr íslenskri jörð.
  • Kolbrún Sigurðardóttir fyrir verkefnið Tölum um íslenskt keramik
  • Sigríður Heimisdóttir fyrir verkefnið Gler líffæri; líkaminn


Ferðastyrki að upphæð 100 þúsund hver, hlutu:

Arna Arnardóttir
Att Arkitektar ehf.

Birgir Grímsson

Borghildur Indridadottir

Dröfn Sigurðardóttir

Fatahönnunarfélag Íslands

KRADS

Maria Th. Ólafsdóttir

Valdís Steinarsdóttir (2)

















Yfirlit



eldri fréttir