Fréttir

9.11.2018

Portland sigurvegarar fyrir Íslands hönd i norrænni hönnunarkeppni

 

Kollhrif, stóll Portland, er sigurvegari í Sustainable Nordic Design Competition. Alls voru 10 stólar tilnefndir frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð, en nú hefur dómnefnd valið einn stól frá hverju landi sem verður fulltrúi sinnar þjóðar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP24) í Póllandi.


Markmiðið með samkeppninni var að vekja umræðu um hugtakið „sjálfbærni í framleiðslu stóla“ auk þess að koma af stað samræðu um hagnýtar leiðir til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja. Nánar um samkeppnina hér.

Smelltu hér til að sjá hvaða stólar báru sigur úr býtum frá hinum Norðurlöndunum.

Úr umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að kollurinn sé í senn bæði nýsköpun og umhverfisvænn og sé gott dæmi um sjálfbæra hönnun.



Kollurinn er úr 14.400 endurunnum ál sprittkertum og korki sem eru bæði mjög umhverfisvæn efni. Hönnun kollsins snýr ekki aðeins að útliti hans heldur tekur hún einnig mið af umhverfisáhrifum, endurvinnslu möguleikum og margnota gildi hans.

Portland teymið samanstendur af:

Karen Ósk Magnúsdóttir - listrænn stjórnandi
Sóley Kristjánsdóttir - framkvæmdarstjóri
Sölvi Kristjánsson - hönnuður

www.studioportland.is


















Yfirlit



eldri fréttir