Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent fimmta sinni, föstudaginn 2. nóvember, en þá verður jafnframt fagnað 10 ára afmæli Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum.
Verðlaunin verða veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Handhafi þeirra hlýtur peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr.
Einnig verður fyrirtæki veitt viðurkenning fyrir
Bestu fjárfestingu í hönnun.
Sigurður Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins mun veita viðurkenninguna.
Dómnefnd tilnefndi að þessu sinni fimm verk úr fjölmörgum innsendum tilnefningum.
Það voru tvö verk
Basalt arkitekta, '
The Retreat' við Bláa lónið &
'GeoSea' sjóböð á Húsavík,
Björn Steinar Blumenstein fyrir
'Catch of the Day', PKdm arkitektar og
Teiknistofan Storð fyrir
Nordurbakka og
Snæfríð & Hildigunnur fyrir hönnun bóka í áskrift fyrir Angústúru forlag. Nánar
hér!
Verðlaunaafhendingin fer fram á Kjarvalsstöðum kl. 20.30.
Húsið opnar kl. 20.00 og afhending verðlauna og viðurkenninga fer fram kl. 20.30.
Tilnefndum, verðlaunahöfum og 10 ára afmæli Hönnunarmiðstöðvar verður fagnað að lokinni afhendingu og gleðinni haldið áfram fram eftir kvöldi með eftirpartý á
Miami, Hverfisgötu 33.
Ölgerðin býður upp á drykki í samstarfi við
Citrus Cocktail Company og
World Class Barþjónakeppnina þar sem heimsklassa kokteilar verða bornir fram.
Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að Hönnunarverðlaunum Íslands og málþingi tengt þeim í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu.