Ljósmynd: HA, tímarit um hönnun og arkitektúr.
Út er komin bókin „Merki & form“ eftir hönnuðinn Gísla B. Björnsson. Gísli kenndi við braut grafískrar hönnunar um árabil og er brautryðjandi hér á landi á sviði merkjahönnunar.
Í bókinni er að finna umfjöllun Gísla um sögu merkjahönnunar auk þess sem hann ræðir um táknfræði, starf hönnuðarins, skjaldamerkjafræði, litanotkun, leturnotkun og ýmislegt fleira sem viðkemur merkjahönnun.
Í kynningu segir:
„Hönnun Gísa B. Björnssonar er mörgum hér á landi vel kunn. Á löngum starfsferli hefur hann hannað merki fjölda stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka og hafa mörg þessara merkja verið í opinberri notkun í áratugi. Óhætt er að segja að Gísli sé frumkvöðull á sviði grafískrar hönnunar og einn afkastamesti merkjahönnuður landsins. Hann hefur einnig starfrækt auglýsingastofu og unnið við kennslu til fjölda ára.“
Í bókinni fjallar Gísli einnig um merkja- og formfræði, bæði í sögulegu samhengi og út frá eigin reynslu; um viðfangsefni, vinnubrögð og helstu áfanga hans sem teiknara og hönnuðar.
Merki & form eftir Gísla B. Björnsson
Ítarefni til gamans:
Smelltu hér til að lesa viðtal við Gísla í tímaritinu
HA, þar sem hann dælir úr viskubrunni sínum.
Smelltu hér til að hlusta á viðtal við Gísla í Lestinni á RÚV, sem tekið var í tilefni af útgáfu bókarinnar.