Fréttir

23.8.2018

Laus staða | Kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar

 

Hönnunarmiðstöð Íslands óskar eftir að ráða kraftmikinn, skapandi og skipulagðan einstakling í starf kynningarstjóra.

Kynningarstjóri mótar, ber ábyrgð á og vinnur að kynningarmálum Hönnunarmiðstöðvar og þeim verkefnum sem miðstöðin sinnir, auk þess að veita samfélagi hönnuða og arkitekta þjónustu á sviði kynningarmála.

Starfið er yfirgripsmikið og krefst góðrar þekkingar á kynningarmálum, hönnun og arkitektúr, samskiptahæfni og góðrar yfirsýnar.

Starfssvið

  • Leiða vinnu við þróun, samþættingu, hönnun og uppsetningu vefja Hönnunarmiðstöðvar
  • Daglegur rekstur vefsíðna og samfélagsmiðla, uppfærsla efnis, innsetning myndefnis og textagerð.
  • Kynningamál, samskipti við fjölmiðla og fréttaflutningur
  • Umsjón með leitarvélabestun (SEO) og vefmælingum.
  • Virk þátttaka í verkefnum Hönnunarmiðstöðvar, verkefnastjórnun og umsjón.

Hæfnis- og menntunarkröfur

  • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
  • Góð þekking á kynningarmálum, vefumhverfi og samfélagsmiðlum
  • Þekking á hönnun og arkitektúr á Íslandi og erlendis
  • Reynsla af vefstjórnun, vefforritun og framsetningu efnis fyrir vef.
  • Færni í textagerð, íslensku og enskukunnátta
  • Færni í meðhöndlun myndefnis, grafík og uppsetningu
  • Sjálfstæð vinnubrögð, vandvirkni og skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði, hugmyndaauðgi og brennandi áhugi á verkefninu.

Hönnunarmiðstöð er upplýsinga- og kynningarmiðstöð fyrir íslenska hönnun og arkitektúr á Íslandi og erlendis. Hönnunarmiðstöð á og rekur verkefnin HönnunarMars, Hönnunarverðlaun Íslands, HA - tímarit um hönnun og arkitektúr auk þess að reka Hönnunarsjóð og sinna ýmsum kynningar verkefnum á Íslandi og erlendis. Hönnunarmiðstöð vinnur almennt að kynningum á sviði hönnunar og arkitektúrs, heldur úti vefjum og samfélagsmiðlum og veitir ýmsa þjónustu í kynningarmálum.

Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélag, menningu og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis.
 
 

Í Hönnunarmiðstöð starfa 4 starfsmenn auk tímabundinna starfsmanna. Lögð er áhersla á samvinnu, opin samskipti, frumkvæði og gott andrúmsloft.

Umsóknarfrestur er til og með 4. september.

Umsjón hefur Ragnheiður Dagsdóttir, ragnheidur.dagsdottir@capacent.is. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á síðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.

Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara. Hönnunarmiðstöð er rekin fyrir fjárframlög frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
















Yfirlit



eldri fréttir