Fréttir

13.8.2018

Samstarfssamningur félaga hönnuða og arkitekta unirritaður á aðalfundi Hönnunarmiðstöðvar


Hér handsala formenn félaganna samninginn á aðalfundi Hönnunarmiðstöðvar.
Ljósmynd: Rut Sigurðardóttir.


Samstarfssamningur milli félaga hönnuða og arkitekta við Hönnunarmiðstöð Íslands um framlag til uppbyggingar og reksturs miðstöðvarinnar var undirritaður á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar þann 14. júní sl.

Umræður um slíkan saming hefur staðið í langan tíma enda er Hönnunarmiðstöð í eigu félaganna og tilvalinn vettvangur til að efla árangur og þjónustu og samtal við félagsmenn og samfélagið allt.

Félag vöru- og iðnhönnuða skrifuðu, fyrst allra aðildafélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands, undir samninginn í desember 2017 og nú hafa hin félögin fetað í fótspor þeirra en alls eru það níu fagfélög sem standa á bak við Hönnunarmiðstöð. Þau eru:

  • Arkitektafélag Íslands
  • Fatahönnunarfélag Íslands
  • Félag húsgagna-og innanhússarkitekta 
  • Félag íslenskra gullsmiða
  • Félag íslenskra landslagsarkitekta
  • Félag íslenskra teiknara
  • Félag vöru-og iðnhönnuða
  • Leirlistafélag Íslands
  • Texílfélagið  


Markmið samningsins eru eftirfarandi:

1. Efla Hönnunarmiðstöð sem sameiginlegan vettvang hönnuða og arkitekta á Íslandi sem vinnur að framgangi og vexti greinanna í atvinnulífi, samfélagi og menningu

2. Styðja við og efla samtal á milli greina hönnunar og arkitektúrs við stjórnvöld og atvinnulíf

3. Efla þjónustu Hönnunarmiðstöðvar Íslands við eigendur sína (félögin), og vinna aðþví að samræma þjónustu og gæði sem félagar eiga kost á

4. Auka hagræði og samnýta fjármagn í ýmsum verkefnum á vegum Hönnunarmiðstöðvar og aðilarfélaganna

5. Með aðildargjaldi taka félögin þátt með beinum hætti í kostnaði við uppbyggingu og rekstur Hönnunarmiðstöðvar og staðfesta þar með mikilvægi hennar og virka hlutdeild.


Smelltu hér til að skoða fleiri myndir á Facebook.

_

Ertu hönnuður eða arkitekt en átt eftir að skrá þig í aðildarfélag? Ef svo er þá getur þú skráð þig hér, sjá tengil hér fyrir neðan:





















Yfirlit



eldri fréttir