Fréttir

13.8.2018

50 ára afmæli Norræna hússins



Norræna húsið fagnar 50 ára starfsafmæli sínu í ár og mun af gefnu tilefni bjóða landsmönnum í sannkallaða norræna menningarveislu laugardaginn 25. ágúst 2018.

Boðið verður upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna með leikjum, lifandi tónlist, sánabaði, sögusýningu, matar smakki og margt margt fleira. Kynnir og stjórnandi leikja er Sigyn Blöndal umsjónarmaður Stundinnar okkar.

Um kvöldið verður boðið upp á útitónleika með grænlensku hljómsveitinni Nanook og norsku hip-hop stjörnunni Miss Tati.

Frítt er inn á hátíðina og sala á mat og drykk verður í höndum matarvagna á svæðinu og Aalto Bistro. Hátíðarhöldin hefjast kl.10:00 með fríum morgunverði í stóru tjaldi fyrir utan Norræna húsið. Allir velkomnir!

Dagskráin 25. ágúst

  • 10.00 – 11.30 Morgunverður fyrir alla í garðinum/tjald
  • 10.30 – 13.00 Norrænir leikir í garðinum: Kartöflusekkjahlaup, eggjahlaup, ratleikur, fjölskyldu jóga með Evu Dögg
  • 12.30 – 14.30 Matur í garðinum/tjald/matarvagnar, grillað brauð, norskar skonsur og AALTO Bistro
  • 14.00 – 15.45 Tónleikar – ungt tónlistarfólk spilar á stóra sviðinu
  • Stúlknahljómsveitirnar RuGl og Gróa stíga á stokk ásamt fleirum
  • 16.00 – 16:15 Vígsla á nýrri bryggju í vatnsmýrinni sem er gjöf frá Reykjavíkurborg
  • 16.15 – 16.45 Nanook spilar órafmangað á brúnni/gróðurhúsinu
  • 17.15 – 19:00 Lounge tónlist í garðinum – Nordic Playlist
  • 18:30 – 20.30 Matarvagnar úti og Aalto Bistro inni
  • 19.00 – 22.30 Tónleikar á stóra sviðinu – þekkt tónlistarfólk frá Norðurlöndunum spilar fyrir gesti:
  • Grænlenska hljómsveitin Nanook, norska hip hop stjarnan Miss Tati og íslenski raftónlistarmaðurinn SEINT. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.



















Yfirlit



eldri fréttir