Óskað er eftir ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2018.
Hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis
14. september.
Markmið með innsendingum er að vekja athygli á framúrskarandi verkum og tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd.
Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum;
Hönnun ársins 2018 og
Besta fjárfesting ársins 2018 í hönnun.
Verðlaunahafinn hlýtur peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr. nánari upplýsingar má finna á
verdlaun.honnunarmidstod.is
Skráðu ábendingar
hér!