Stjórnvöld í Rúmeníu veita ferðastyrki úr Uppbyggingarsjóði EES til íslenskra þátttakenda sem óska eftir samvinnu við Rúmena á sviði menningarverkefna eða á sviði menningararfs.
Sótt er um beint til Rúmeníu á netfangið
bilatral@ro-cultura.ro
Sjá nánar:
https://www.ro-cultura.ro/en/calls/bilateral-initiatives/open-call-for-bilateral-initiatives-12018
Einnig er auglýst eftir umsóknum um þátttöku á tengslaráðstefnu um menningarverkefni sem haldin verður í Rúmeníu 12. – 13. september 2018, sjá:
https://www.ro-cultura.ro/en/news/programme-news/matchmaking-event-2018-ro-culture-programme
Umsóknartímabil er frá 2. júlí til 9. nóvember 2018.
Á vef Uppbyggingarsjóðs EES
(EEA Grants) eru nánari upplýsingar um sjóðinn og starfsemi hans. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum með aðilum í styrkþegaríkjum sjóðsins geta fylgst með á heimasíðu hans. Reglan er að aðilar í styrkþegaríkinu sækja um styrki til verkefna og því er mikilvægt fyrir íslenska aðila sem vilja taka þátt í samstarfi af þessu tagi að koma sér upp samstarfsaðilum í styrkþegaríkjunum. Upplýsingar um menningarverkefni eru einnig á vef Norsk kulturråd
(EøS Midlene) og
Riksantikvaren í Noregi.
Frekari upplýsingar veitir Rannís, sími 515 5850. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið
ragnhildur.zoega@rannis.is