Fréttir

18.6.2018

Niðurstöður úr fyrri hluta samkeppnar um verk að Þeistareykjum



Landsvirkjun í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efndi til hugmyndasamkeppni um hannað verk, eða listaverk, í nágrenni Þeistareykjastöðvar í lok mars.

Nú er fyrri hluta keppninnar lokið en alls bárust tuttugu og þrjár tillögur. Fjórar tillögur hafa verið valdar til frekari útfærslu í seinni hluta keppninnar.

Höfundar þeirra eru:

  •  Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt og Karitas Möller arkitekt
  • Jón Grétar Ólafsson arkitekt
  • Kristján Breiðfjörð Svavarsson landslagsarkitekt, Röðull Reyr Kárason myndlistarmaður og Snorri Þór Tryggvason arkitekt
  • Narfi Þorsteinsson grafískur hönnuður, Adrian Freyr Rodriguez vélaverkfræðingur, Stefán Óli Baldursson myndlistarmaður og Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur
 
Í dómnefnd sátu: Egill Egilsson iðnhönnuður, Ivon Stefán Cilia arkitekt og Jóhanna Harpa Árnadóttir verkfræðingur


















Yfirlit



eldri fréttir