Fréttir

26.4.2018

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ



Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efndi til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni til að marka þrjár aðkomur að Mosfellsbæ og bárust alls 34 tillögur um aðkomutákn.

Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og er stefnt að því að vígja það í ágúst 2018.



Þann 18. apríl síðast liðinn kom dómnefndin saman, í henni sitja tilnefndir af Mosfellsbæ Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, formaður menningamálanefndar og Rafn Hafberg Guðlaugsson sem situr í menningamálanefnd.

Tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands sitja í nefndinni þau Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt, Ólafur Óskar Axelsson hjá VA arkitektum og Birna Geirfinnsdóttir, grafískur hönnuður.




Dómnefnd samankomin að fundi loknum.

Dómnefndin hefur lokið sínum störfum og valið úr þeim tillögum sem bárust.

 Vinningstillagan og aðrar tillögur verða kynntar í Hlégarði kl. 17.00 þann 3. maí og gefst bæjarbúum þá kostur á að kynna sér þær.

Eftir að vinningstillagan hefur verið kynnt hefst vinna með vinningshafa við útfærslu hugmyndarinnar, vinna við teikningar, framleiðsla aðkomutáknsins og undirbúningur þess að marka aðkomutáknum endanlega staðsetningu.


















Yfirlit



eldri fréttir