Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fer fram í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi. Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann.
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands. Verk útskriftarnema verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu, BA nema í hönnun og myndlist, á Kjarvalsstöðum sem opnar 5. maí næstkomandi.
Útskriftarnemar í fatahönnun eru:
Aldís Rún Ingólfsdóttir
Anna Sif Gunnarsdóttir
Dögg Gunnarsdóttir
Norea Persdotter Wallström
Selma María Cassaro
Sigrún Lárusdóttir
Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir
Tinna Christina Bigum
Una Guðjónsdóttir
Smelltu á myndina til að sjá instagram fatahönnunardeildar LHÍ.