Fréttir

23.3.2018

14 ferðastyrkir veittir í fyrstu úthlutun Hönnunarsjóðs



Hönnunarsjóður úthlutar ferðastyrkjum í fyrsta skipti til hönnuða og arkitekta, alls 1,4 milljón króna, fyrir árið 2018. Hver ferðastyrkur er að upphæð 100.000kr.

54 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 90 ferðastyrki. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref og reyndari hönnuða sem hyggja á frekari landvinninga sem og vítt og breitt um hönnunarsviðið. Hvoru tveggja er mjög mikilvægt fyrir íslenskt hönnunarsamfélag. 

Eftiraldir umsækjendur hlutu ferðastyrk:

  • And Antimatter
  • Narfi Þorsteinsson
  • Aníta Hirlekar
  • Harpa Einarsdóttir, Myrka Iceland
  • Kristinn V. Ísaksson
  • Hörður Lárusson
  • Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
  • Hallfríður Eysteinsdóttir
  • Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir
  • Ívar Björnsson
  • Karl Kvaran

Opið er fyrir umsóknir um næstu úthlutun, í þessari atrennu er hægt að sækja um ferðastyrki, þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki og markaðs- og kynningarstyrki. Þetta er önnur úthlutunin á árinu, en umsóknarfrestur er til 11.apríl. Nánar hér.                                       
















Yfirlit



eldri fréttir