Fréttir

1.3.2018

Sýningaropnun | Innblásið af Aalto í Norræna húsinu



Fimmtudaginn 1. mars kl.16:30 opnar hönnunarsýningin „Innblásið af Aalto“ í tengslum við HönnunarMars 2018. Sýningin er haldin í tilefni af 50 ára afmæli Norræna hússins og tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá Aalto.

Allir hönnuðir á sýningunni eiga sammerkt að hafa unnið fyrir eða starfað með hönnunarfyrirtækinu Artek, sem Alvar Aalto var meðstofnandi að árið 1935.

Markmiðið með sýningunni er ekki einungis að kynna hina einstöku hönnun Aalto, heldur einnig framsýna hugmyndir hans um gæði, einfaldleika og sambandið milli góðrar hönnunar og betra samfélags. Sýningin opnar í mars 2018 og er hluti af 50 ára afmælisdagskrá Norræna hússins, en húsið þykir ein af perlunum í höfundarverki Aalto.

Sýningin stendur yfir frá 2. mars til 2. september 2018. Sjá nánari upplýsingar um tengda viðburði og opnunartíma á www.norraenahusid.is

Viðburður á Facebook
















Yfirlit



eldri fréttir