Fréttir

7.2.2018

Vörumerki og hugverk – við sókn á erlenda markaði



Þriðjudaginn 13. febrúar | kl. 9.00 -11:00 | Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Uppfært 12. janúar | Ath! Breytt fundarstaðsetning: Fundurinn verður á Icelandair Hótel Reykjavík Natura


Íslandsstofa, í samstarfi við Einkaleyfastofuna og Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO), boðar til fundar um verndun vörumerkja við sókn á erlendan markað.
 
Við sókn á erlenda markaði er mikilvægt að huga vel að verndun vörumerkis fyrirtækis rétt eins og orðspors og ímyndar. Vörumerki er einnig mikilvægt viðskiptatæki sem þarf að samtvinna markaðsáætlunum þegar farið er á erlenda markaði.
 

DAGSKRÁ:

  • Opnun |
    Íslandsstofa
  • Vörumerki – hvar og hvernig |
    Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðahugverkastofnuninni
  • Reynslusögur |
    Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 66° Norður
    Erla Skúladóttir, stjórnarformaður Lauf Forks
  • Hvað svo? – Vörumerki sem viðskiptatæki |
    Jón Gunnarsson, samskiptastjóri hjá Einkaleyfastofunni
  • Spurt & svarað

Fundurinn hentar einkum þeim sem hyggjast sækja á erlendan markað eða eru þegar í markaðstarfi erlendis og vilja auka þekkingu sína á hugverkaréttindum eða vörumerkjamálum utan landsteinanna.

Fundurinn verður á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 9:00, þriðjudaginn 13. febrúar og stendur til klukkan 11:00.
 
Allir eru velkomnir á fundinn en skráning er þó nauðsynleg.

Smelltu hér til að skrá þig
















Yfirlit



eldri fréttir