Hugarflug, árleg ráðstefna Listaháskóla Íslands um rannsóknir á fræðasviði lista er nú haldin í sjöunda sinn, en yfir 50 listamenn, hönnuðir og fræðimenn taka þátt með ýmsum hætti.
Á
heimasíðu Hugarflugs má fá nánari upplýsingar dagskrá Hugarflugs sem innifelur m.a. málstofur, gjörninga, fyrirlestra, sýningar, tónlistarflutning og vinnusmiðjur.
Ráðstefnan fer fram föstudaginn 9. febrúar frá 8.45- 18.00 í Listaháskólanum Laugarnesvegi 91, 104 Reykjavík.
Sérstök athygli er vakin á tónlistarviðburðinum R6013: Tónleikakvöld / Band Night sem haldinn verður fimmtudagskvöldið 8. febrúar að Ingólfsstræti 20, 101 Rvk, sem hluti af dagskrá Hugarflugs.
Smelltu hér til að sjá dagskrá Hugarflugs 2018