Fréttir

1.2.2018

Hlustunarpartý á Safnanótt í Hönnunarsafni Íslands - frítt inn!


Mynd frá sýningunni Íslensk Plötuumslög.

Í tengslum við sýninguna „Íslensk Plötuumslög“ stendur Hönnunarsafn Íslands fyrir hlustunarpartý á Safnanótt.

Um þrjátíu unglingar taka þátt í sýningunni sem hefur fengið stórkostlega dóma og var upphaflega hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular. En þau koma til með að spila uppáhaldstónlistina sína, syngja, dansa, gráta með eða hvað sem er.



Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur er listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Hópurinn verður með opna æfingu frá kl. 19.00 - 20.30 og sýning hefst kl 21.00.


Mynd frá sýningunni Íslensk Plötuumslög.

Einnig er vakin athygli á sýningunni „Íslenska Lopapeysan, uppruni, saga og hönnun“en þær Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri og Auður Ösp Guðmundsdóttir, hönnuður sýningarinnar verða með leiðsögn og spjall frá kl.22:00-22:30.

Í anddyri safnsins er svo vöruhönnuðurinn Hanna Jónsdóttir með lifandi vinnustofu og sölusýningu á verkefninu Ðyslextwhere, prjónaverkefni á villigötum.

Nánar hér: www.honnunarsafn.is

Hönnunarsafn Íslands er á Garðatorgi, Garðabæ

















Yfirlit



eldri fréttir