Hönnunarmiðstöð Íslands kynnir jóladagatal Hönnunarmiðstöðvar & HA, en þar er að finna 23 íslenskar hönnunarvörur sem verða á sérstöku jólatilboði þann dag sem þær birtast.
Fyrsti „glugginn“ verður opnaður með viðhöfn í
Aðventugleði Hönnunarmiðstöðvar föstudaginn 1. desember. Dagatalið, sem er hátt í 2 metrar á hæð, er hannað af
And Anti Matter og er staðsett í anddyrinu hjá
Hönnunarmiðstöð Íslands við
Aðalstræti 2.
Einnig er hægt að fylgjast fylgjast með vefrænni útgáfu af dagatalinu
hér og á samfélagsmiðlum Hönnunarmiðstöðvar.
Hvetjum ykkur sérstaklega til að fylgja
HA á instagram sem fór og heimsótti alla hönnuðina sem taka þátt í dagatalinu í ár. Sýnt verður frá þessum heimsóknum á hverjum degi í „instastory“ hjá
@hadesignmag
www.joladagatal.honnunarmidstod.is