Kaffi Laugalækur leitar að spennandi hönnuðum, handverki, list og vönduðum vörum á jólamarkað Laugalækjar helgina 25-26. nóvember frá kl. 11 til 17.
Markaðurinn er haldinn í samstarfi við
Frú Laugu, Pylsumeistarann og
Ísbúðina í Laugalæk.
Pop-up sölubásar eru í boði inni á kaffihúsinu eða útivið annan eða báða dagana gegn hóflegu gjaldi.
Salan er milliliðalaus en hægt er að taka kortagreiðslur í gegnum posa kaffihússins ef þess er óskað fyrirfram.
Í kynningu segir:
„Við höfum áður haft farandssölu með mjög góðum árangri og
hverfismarkaðir Laugardals hafa verið mjög vel sóttir í gegnum árin.
Vörumerkin á markaðnum verða kynntar á vefmiðlum okkar og í auglýsingum.
Bændamarkaður verður í tjöldum hjá Frú Laugu, pop-up markaður í Kaffi
Laugalæk og Pylsumeistarinn verður með jólavörur á tilboði. Það verður yndisleg jólastemning hjá okkur með lifandi tónlist, jólaglögg, jólamatseðil og stefnt er á að hafa myndatöku með jólasveini og jólatrésölu. Staðsetningin er frábær og næg bílastæði í nágrenninu.“
Áhugasamir hafið samband á
kaffi@laekur.is. Vinsamlegast látið fylgja með mynd eða vefsíðu með upplýsingum um vöruna.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 15 innandyra í Kaffi Laugalæk fyrir utan útibása. Leiðandi aðilar hafa nú þegar staðfest þátttöku sína. Til greina kemur að hafa framhald allar helgar fram að jólum.