Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í fjórða sinn, við hátíðlega athöfn í IÐNÓ fimmtudaginn 9. nóvember kl.21:00. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og Besta fjárfesting í hönnun 2017.
Handhafar
Hönnunarverðlauna Íslands 2017 eru
Ásmundur Hrafn Sturluson og
Steinþór Kári Kárason arkitektar
Kurt og Pí, fyrir
Marshall-húsið. Þeir leiddu hönnun verksins í samstarfi við
ASK arkitekta.
Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason
Húsið var byggt árið 1948 sem síldarbræðsla en hýsir nú Nýlistasafnið, Kling og Bang, Stúdíó Ólafs Elíassonar ásamt vinnustofu og veitingahúsið Marshall Restaurant + Bar.
Smelltu hér til að lesa umsögn dómnefndar
Grímur Sæmundssen, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Þorsteinsson.
Þá hlaut
Bláa Lónið viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun, en hún er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Í rökstuðningi dómnefndar segir að hönnun sé órjúfanlegur hluti af heildarmynd fyrirtækisins sem vinni náið með framúrskarandi arkitektum og hönnuðum þvert á greinar.
Smelltu hér til að lesa umsögn dómnefndar
Hönnunarverðlaun Íslands eru þýðingarmikil fyrir íslenskt
hönnunarsamfélag. Þótt vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og
viðskiptalífi sé að aukast er mikilvægt að vekja athygli og dýpka
skilning á gildi góðrar hönnunar.
Hönnunarverðlaun Íslands 2017 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af
Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.