Fréttir

9.11.2017

Hönnunarverðlaun Íslands afhent í dag!



Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn í IÐNÓ í kvöld, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 21.00.

Forval dómnefndar 2017 má sjá hér, en eitt þessara verka mun hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2017 sem eru peningaverðlaun að verðmæti 1.000.000 króna.

Einnig má lesa umsögn dómnefndar um það fyrirtæki sem hljóta mun viðurkenningu fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun 2017. Nafn fyrirtækisins verður gefið upp á verðlaunaafhendingunni.

Kynnir kvöldsins er Gísli Marteinn Baldursson en dagskráin er svohljóðandi:

kl.20.30 Húsið opnar
kl.21.00 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands
kl.22.00 Babies ball

Snyrtilegur klæðnaður. Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrými leyfir.


















Yfirlit



eldri fréttir