Hönnunarmiðstöð Íslands við Aðalstræti 2.
Nýtt hönnunarstúdíó leitar að samstarfsaðilum til að deila vinnurými á þriðju hæð Hönnunarmiðstöðvar.
Skapa á þverfaglegt vinnuumhverfi sem bíður upp á fjölbreytta þjónustu á einum stað. Í dag vinnur stúdíóið að fjölbreyttum verkefnum á sviði innanhússhönnunar, vöruhönnunar, ljósmyndunar og lifandi mynda. Þar að auki er stúdíóið þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á sviði hönnunar og nýsköpunar.
Ef þú telur þig vera einstaka viðbót í þetta teymi þá langar okkur að heyra frá þér!
Áhugasamir sendi fyrirspurn í
ragna@honnunarmidstod.is, fyrirspurnum verður svarað fljótt.