Fréttir

30.10.2017

Útgáfuhóf „Hönnun - leiðsögn í máli og myndum“ í Akkúrat



Fimmtudaginn 2. nóvember verður útgáfu bókarinnar „Hönnun – leiðsögn í máli og myndum“ fagnað í versluninni Akkúrat, Aðalstræti 2, frá kl. 17:00 - 19:00.

Bókin hefur áður komið út á ensku en er nú í fyrsta sinn gefin út á íslensku og með sérkafla um íslenska hönnun.

Um er að ræða vandaða og yfirgripsmikla bók fyrir alla unnendur klassískrar hönnunar, jafnt áhugafólk sem fagfólk. Í þessu viðamikla verki er stiklað á stóru um alþjóðlega hönnun og þróuninni fylgt eftir í tímaröð allt frá miðri 19. öld til nútímans.


Útgáfuhófið fer fram í hönnunarversluninni Akkúrat við Ingólfstorg, Aðalstræti 2.

Í bókinni er íslensk hönnun sett í alþjóðlegt samhengi en þar er að finna ágrip af sögu íslenskrar hönnunar þar sem fjallað er um byggingar, húsgögn og annan húsbúnað, listmuni, grafík og margt fleira.

Víða er komið við; bílar og brauðristar, listasöfn og lampar, tannburstar og teskeiðar, vasar og vegglampar. Fjallað er sérstaklega um fræga hönnuði eins og Alvar Aalto, Eileen Gray, Georg Jensen, Philippe Starck og marga aðra.






Fuzzy, Selshamurinn og NotKnot eru á forsíðunni ásamt öðrum þekktum hönnunarmunum úr heiminum.

















Yfirlit



eldri fréttir