Fréttir

4.10.2017

Linda Björg fyrsti Íslendingurinn á VENICE DESIGN 2018


Ljósmynd: Saga Sigurðardóttir fyrir tímaritið Blæti

Linda Björg Árnadóttir textíl- og fatahönnuður mun taka þátt í alþjóðlegu hönnunarsýningunni VENICE DESIGN 2018 sem opnar 24. maí 2018.

Linda Björg er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í hönnunarsýningunni í Feneyjum, en hún kemur til með að vera með textíl innsetningu sem hún vinnur með ítölskum framleiðendum.

Feneyjartvíæringurinn
er hvað þekktastur fyrir myndslistarsýninguna sem er annað hvert ár og er einskonar heimsmeistarakeppni í myndlist þar sem að hvert land sendir sinn fulltrúa.
Það ár sem myndlistartvíæringurinn er ekki, er sýning á arkitektúr og hönnun.

Linda Björg hefur starfað bæði hérlendis og erlendis sem textíl- og fatahönnuður og hefur 25 ára reynslu af hönnun og framleiðslu textíls og starfa sem lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.

Linda Björg mun sýna innsetningu á framsæknum textíl sem hún er að vinna með ítölskum framleiðendum en hún rekur íslenska hönnunarfyrirtækið Scintilla.

Hér má sjá myndir af fyrri verkum Lindu:





















Yfirlit



eldri fréttir