Fréttir

22.9.2017

Frá leikmanni til fagmanns - Líf að loknu námi í LHÍ



Vetrastarf Hollnemafélags Listaháskólans hefst með Listaspjalli næstkomandi þriðjudag 26. september í Mengi kl. 20. ÍListaspjallið mæta hollnemar í pallborðsumræður og deila reynslu sinni að loknu námi.
 
Bjarki Bragason, lektor og fagstjóri í myndlistardeild verður fundarstjóri og gestir í Listaspjallinu verða:
 
Gunnar Hansson, útskrifaður leikari frá sviðslistadeild
Jóní Jónsdóttir, útskrifuð frá myndlistardeild og listkennsludeild
Sindri Páll Sigurðsson, útskrifaður vöruhönnuður frá hönnunar- og arkitektúrdeild
Sóley Stefánsdóttir, útskrifuð úr tónsmíðum frá tónlistardeild
 
Fyrir hönd stjórnar Hollnemafélagsins, hvetjum við ykkur til að koma og taka þátt í viðburðinum. Léttar veigar verða í boði.




















Yfirlit



eldri fréttir