Fréttir

21.9.2017

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir tilnefnd til virtra verðlauna


Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir. Mynd: Kristinn Magnússon.

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, hönnuður Ihanna, er ein af fimm hönnuðum frá Norðurlöndunum sem tilnefnd voru til Formex Nova Design Awards 2017.

Verðlaunin voru stofnsett fyrir sjö árum með það að leiðarljósi að kynna og efla norræna hönnun, en árlega eru verðlaunin veitt ungum hönnuði sem starfar á norðurlandasvæðinu.

Dómnefndin í ár samanstóð af Lotta Lewenhaupt rithöfundur og blaðamaður, Kerstin Wickman prófessor í hönnunarsögu, Ewa Kumlin framkvæmdarstjóri Svensk Form og Anders Färdig stofnandi og framkvæmdarstjóri Design House Stockholm.

Hér má sjá viðtal við þá hönnuði sem tilnefndir voru í ár, þau Antrei Hartikainen frá Finnlandi, Emilie Dissing Wiehe frá Danmörku, Qian Jian frá Svíþjóð, Sara Polmar frá Noregi og Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir frá Íslandi.




Að endingu var það Qian Jian frá Svíþjóð sem stóð uppi sem sigurvegari og fær verðlaunafé að upphæð 50.000 sænskar krónur auk þess sem hann sýnir á vorsýningu FORMEX 2018. Nánar hér.

Smelltu hér til að sjá myndir frá FORMEX.
















Yfirlit



eldri fréttir