Fréttir

5.9.2017

16 ferðastyrkir veittir í þriðju úthlutun hönnunarsjóðs 2017



Hönnunarsjóður úthlutar nú ferðastyrkjum í þriðja skipti til hönnuða og arkitekta, alls 1,6 milljón króna, fyrir árið 2017. Hver ferðastyrkur er að upphæð 100.000kr.

47 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 80 ferðastyrki. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref og reyndari hönnuða sem hyggja á frekari landvinninga sem og vítt og breitt um hönnunarsviðið. Hvoru tveggja er mjög mikilvægt fyrir íslenskt hönnunarsamfélag. 

Eftiraldir umsækjendur hlutu ferðastyrk:

  • Ýr Jóhannsdóttir / ÝRÚARÍ
  • Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir / KRON BY KRONKRON
  • Katrín Alda Rafnsdóttir / KALDA
  • Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir
  • Guðbjörg Gissurardóttir og Dagný Berglind Gísladóttir
  • Halldóra Sif Guðlaugsdóttir / Sif Benedicta
  • Greta Hlöðversdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir / As We Grow
  • Steinunn Vala Sigfúsdóttir / Hring eftir hring
  • Gunnar Vilhjálmsson
  • Harpa Einarsdóttir / MYRKA
  • Hörður Kristbjörnsson, Sigrún Gylfadóttir, Sigurður Oddsson og Snæfríð Þorsteinsdóttir / FÍT
Opið er fyrir umsóknir um næstu úthlutun, í þessari atrennu er hægt að sækja um ferðastyrki, þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki og markaðs- og kynningarstyrki. Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á árinu, en umsóknarfrestur er til 5. október. Nánar hér.

Um Hönnunarsjóð:

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 50 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. með umsýslu sjóðsins.

Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis, sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.

Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.


Fimm manna stjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Núverandi stjórn hönnunarsjóðs skipa: 



Halldóra Vífilsdóttir, formaður

Haukur Már Hauksson 

Guðrún Inga Ingólfsdóttir

Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Þráinn Hauksson

Sjóðurinn hefur verið starfandi síðan 2013.


Nánari upplýsingar um hönnunarsjóð má finna á heimasíðu sjóðsins. 



















Yfirlit



eldri fréttir