Fréttir

20.9.2017

Málþing | Lifað af listinni: Höfundaréttastefna, til hvers?



Samstarfshópur höfundaréttarsamtaka og Bandalags íslenskra listamanna gengst fyrir málþingi um höfundaréttarstefnu í Norræna húsinu 22. september nk. kl. 13:00 – 16:00.

Haustið 2014 skipaði ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála starfshóp sem fékk það verkefni að móta framtíðarsýn um hugverkaréttindi á Íslandi. Hópurinn skilaði tillögu að fullbúinni stefnu um hugverkaréttindi og var hún gefin út í júní 2016 sem opinber Hugverkastefna 2016-2022 undir heitinu „Hugverkaréttindi sem verðmæti og viðskiptatæki“.

Það er mat samstarfshóps höfundarréttarsamtaka að nauðsynlegt sé að halda áfram á þessari braut og hefja vinnu við að móta svipaða framtíðarsýn um höfundarétt. Þaðan er komin kveikjan að málþinginu sem nú er í undirbúningi.

Fyrirkomulag málþingsins verður þannig að haldin verða tvö innlegg um grundvallaratriði höfundaréttarstefnu og leitað rökstuðnings fyrir mikilvægi slíkrar stefnu.

Þá verður sett upp vinna á borðum þar sem þátttakendum gefst kostur á að setja sitt mark á væntanlega stefnu, bæta við rökstuðningi og sjónarmiðum.

Markmiðið er að málþingið skili efniviði sem Höfundaréttarnefnd og Höfundaréttarráð geta byggt á endanlega tillögu að Höfundaréttarstefnu 2018 – 2024.

Fundarstjóri og stjórnandi vinnunnar á borðunum verður Rán Tryggvadóttir, formaður Höfundaréttarnefndar.


















Yfirlit



eldri fréttir