Fréttir

3.9.2017

Kolbrún Ýr hreppti 2. sætið í BLUE FASHION CHALLENGE



Fatahönnuðirinn Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir hreppti 2. sætið í BLUE FASHION CHALLENGE, vinnusmiðja sem haldin var í Færeyjum dagana 22.-28. ágúst.

Vinnusmiðjan gekk út á að vinna með sjálfbær efni úr sjónum, en stefnt er að því að sýna afraksturinn á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2018.

Ellefu skandinavískir hönnuðir voru valdir til þátttöku, þar af tveir frá Íslandi. Það voru þær Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Milla Snorrason.

Nánar um BLUE FASHION CHALLENGE hér.


Hönnun eftir Kolbrúnu Ýr fyrir BLUE FASHION CHALLENGE.
















Yfirlit



eldri fréttir