Fréttir

8.9.2017

Auglýst eftir skrifstofustjóra í Hönnunarmiðstöð Íslands


Húsnæði Hönnunarmiðstöðvar Íslands við Aðalstræti 2.

Hönnunarmiðstöð Íslands leitar að kraftmiklum, úrræðagóðum, talnaglöggum og skipulögðum skrifstofustjóra í nokkuð margslungið en hálft starf.

Starfsheiti

Skrifstofustjóri í Hönnunarmiðstöð Íslands

Starfslýsing

Hönnunarmiðstöð Íslands óskar eftir að ráða kraftmikinn, úrræðagóðan, talnaglöggan og skipulagðan einstakling í starf skrifstofustjóra. Hönnunarmiðstöð er lítill en líflegur vinnustaður í hjarta borgarinnar þar sem tekist er á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Hönnunarmiðstöð heldur HönnunarMars, gefur út HA tímarit um hönnun og arkitektúr, veitir Hönnunarverðlaun Íslands, stýrir Hönnunarsjóði, sinnir kynningarmálum, ráðgjöf og veitir upplýsingar stendur fyrr fyrirlestrum og málþingum og svo má lengi telja.

Starfið felst fyrst og fremst í að sjá um rekstur skrifstofu, fjármál, bókhald, reikningaútskrift, umsjón með áskrifta- og félagalistum auk skjalavinnslu. Skrifstofustjóri sinnir og tekur þátt í ýmsum sérverkefnum sem tengjast fjölbreyttum verkefnum Hönnunarmiðstöðvar.

Lykilverkefni skrifstofustjóra eru
– Umsjón með rekstri skrifstofu Hönnunarmiðstöðvar
– Færsla bókhalds, reikningagerð og innheimta
– Greiningarvinna og áætlanagerð
– Margvísleg verkefni sem falla til á erlisömum vinnustað

Menntunar- og hæfniskröfur
–  Menntun á sviði viðskipta eða rekstrar
–  Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
–  Gott viðmót og sveigjanleiki í samskiptum
–  Góð bókhaldsþekking og færni í Excel
–  Góð tölvuþekking
–  Mikill áhugi á starfinu

Starfshlutfall og vinnutími
Um hálft starf að ræða en möguleiki er að starfshlutfall aukist með tímanum. Vinnutíminn er eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með fimmtudagsins 21. september 2017. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir rafrænt á umsokn@honnunarmidstod.is.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.


Nánar um Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarmiðstöð Íslands er upplýsinga- og kynningarmiðstöð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs á Íslandi og erlendis. Hlutverk hennar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis.

Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara.

Hönnunarmiðstöð er að hluta rekin fyrir fjárframlög frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

















Yfirlit



eldri fréttir