Hönnunarverslunin YPSILON býður gestum og gangandi að taka þátt í pingpong móti á Menningarnótt milli klukkan 16-18.
Sigurvegari mótsins fær veglegan glaðning frá versluninni!
YPSILON límónaði verður í boði og hægt verður að næla sér í
YPSILON lukkupoka.
YPSILON opnaði sitt fyrsta útibú í höfuðstöðvum
Hönnunarmiðstöðvar að Aðalstræti 2 í sumar. Verslunin er rekin af fimm hönnuðum og einum myndlistarmanni.
Í versluninni er að finna fatnað og fylgihluti, tímarit, ilmi, myndlist og ýmislegt til að fegra heimilið.
YPSILON er samvinnuverslun, fegurðarmusteri og skínandi geimskip í íslenskri hönnunarflóru.
Í
YPSILON eru merkin, AND ANTI MATTER, USEE, HZERO, NEPTÚN, KOLBRUN, IIDEM, TANJA LEVÝ.
Viðburður á Facebook