Tímaritið Mæna óskar eftir innsendum greinum vegna næstu útgáfu. Mæna er tímarit gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands.
Frá árinu 2016 hefur allur texti í Mænu verið hvoru tveggja á íslensku og ensku.
Skilafrestur á greinum er 1. september 2017, en staðfesting á þáttöku og lýsing á grein skal skila inn til ritstjóra 15. ágúst 2017 (ritstjórar:
Bryndís (bryndisbj@lhi.is) og
Birna (birnageirfinns@lhi.is)
Mæna 2018
Þema: Endurtekning
Endurtekningin er listræn, heimspekileg, söguleg og hversdagsleg í senn. Á henni byggjast kerfi, markanir, neysluhegðun, líkamsbeitingar, straumar og stefnur, samskipti og tjáning – svo eitthvað sé nefnt. Í endurtekningunni er fólgin sú hugmynd að fjöldaframleiða megi atvik, hluti, form eða hegðun út í hið endalausa en á sama tíma er vitað að engar tvær endurtekningar eru fullkomlega þær sömu. Endurtekningin er að því leytinu til síbreytileg og alltaf ný.
Ritsjórn
Bryndís Björgvinsdóttir, aðjúnkt á sviði fræðigreina, ritstjórn.
Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt í grafískri hönnun.
Birna Geirfinnsdóttir, lektor, fagstjóri í grafískri hönnun, ritstjórn.
Sam Rees, aðjúnkt í grafískri hönnun, ritstjórn.
Viðmið:
- Greinar fylgja eftirfarandi viðmiðum:
- Rannsóknargrein (2000–3000 orð)
- Greinar þar sem greint er frá ákveðnum rannsóknarverkefnum, viðfangsefni rannsóknar, aðferðafræði og niðurstöðum. Notast er við fræðileg vinnubrögð.
- Umfjöllun (1500–2000 orð)
- Tiltekið mál/atriði tekið fyrir og rætt. Vangaveltur höfundar eða umfjöllun um eigin verk eða annarra – oft stutt með myndefni. Getur einnig verið viðtal.
- Verk (300-1000 orð)
- Umfjöllun um verk þar sem verkið er sett í samfélagslegt, menningarlegt, hönnunarfræðilegt eða listrænt samhengi – stutt með myndum.
- Einnig má skila inn efni í formi mynda eða teiknimynda
Allar greinar ættu að innihaldað í það minnsta 80% upprunulegt efni og ættu ekki að hafa komið út annarsstaðar.
Skilafrestur á innsendum greinum er 1. september 2017 (fyrsta uppkast). Mikilvægt er að senda ritstjórum lýsingu á grein og staðfestingu á þátttöku fyrir 15. ágúst 2017.
Innsent efni ætti að innihalda: Textann ásamt myndum (þar sem fram kemur leyfi fyrir birtingu og myndatextar). Gætið þess að vísa í heimildir þegar við á til dæmis með aðstoð footnotes.
Val á greinum
Við val á greinum verður lögð áhersla á hvort grein eða skýrsla sé nægilega vel uppbyggð, og hvort viðeigandi sé að gefa hana út í næsta tölublaði Mænu. Sé það niðurstaða ritnefndar mun höfundur fá greinina til baka með athugasemdum eða breytingartillögum – ef einhverjar eru.
mæna.is
Mæna á Facebook