Fréttir

14.6.2017

Áhugaverð nýsköpunarráðstefna - Endurnýting á notuðum veiðarfærum


Verk eftir vöruhönnuðinn Ylfu Geirsdóttur. Unnið úr afgangsreipum frá Hampiðjunni, sem jafnframt framleiða fiskinet.

Dagana 17. og 18. júlí fer fram ráðstefna í Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem stefnt er saman fólki úr vísindum, skapandi greinum og viðskiptalífinu með það að markmiði að rannsaka fjölbreytta möguleika til endurnýtingar á notuðum veiðarfærum.
 
Dagskráin er fjölbreytt og skiptist niður á tvo daga. Fyrri dagurinn samanstendur af áhugaverðum fyrirlestrum sem haldnir eru af fagfólki meðal annars frá Bretlandi, Noregi og Danmörku. Á síðari deginum fer fram svokölluð ,,#Net_Hack Challenge”- vinnustofa þar sem þáttakendur ráðstefnunnar fá tækifæri til að þróa hugmyndir um hvernig hægt er að nýta notuð veiðarfæri á nýjan og nothæfan hátt.
 
Ráðstefnan sem er styrkt af Evrópusambandinu er skipulögð af The Centre for Sustainable Design við University of the Creative Arts í Englandi. Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er skilyrði þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður.
 
Við hvetjum alla sem hafa áhuga af hönnun og endurnýtingu um að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar, en hér er hægt að finna nánari dagskrá ásamt skráningarformi.



















Yfirlit



eldri fréttir