Fréttir

12.6.2017

Íslenskir hönnuðir á XpoNorth í Skotlandi



Dagana 7. og 8. júní fór XpoNorth fram í bænum Inverness í Skotlandi. Um er að ræða tveggja daga árlegan viðburð þar sem áhersla er á fjölbreyttar skapandi greinar.

Í ár tóku nokkrir Íslendingar þátt í XpoNorth - Crafts, Fashion and Textiles. Sýningin SHIFT var sett á hátíðinni en þar er stefnt saman fjölbreyttum verkum skoskra og íslenskra samtímahönnuða sem vinna í leir, tré, eðalmálma og textíl. Þeir hittust í fyrsta sinn á HönnunarMars, skiptust á hugmyndum og byrjuðu þróunarvinnu fyrir áframhaldandi samstarfsverkefni. Þeir Íslendingar sem taka þátt í þessu samstarfi eru Agustav (Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson), Arndís Jóhannsdóttir, Doppelganger (Guðrún Lárusdóttir og Ragna Fróða) og Guðný Hafsteinsdóttir.

Í tengslum við sýninguna voru pallborðsumræður undir yfirskriftinni „Shift: Scottish Icelandic Maker Collaborations. Þátttakendur voru Hilary Grant, Guðrún Lárusdóttir (Doppelganger), Netty Sopata (Diggory Brown), Águsta Magnúsdottir (AGUSTAV) og Sunneva Hafsteinsdóttir (HANDVERK OG HÖNNUN) en Carol Sinclair stjórnaði um umræðunum.

Einnig var Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands með erindi (Building the Economy on Creativity) á XpoNorth.

Nánar HÉR.
















Yfirlit



eldri fréttir